Verkfallsboðunin tekur til 570 félagsmanna

Nýjasta verkfallsboðun Eflingar tekur til um 570 félagsmanna. Þetta staðfestir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, í samtali við mbl.is. 

Verkfallsboðunin nær til fé­lags­manna sem starfa hjá hót­el­um Reykja­vík Ed­iti­on og Berjaya (áður Icelanda­ir hotels) og hjá Sam­skip, Ol­íu­dreif­ingu og Skelj­ungi.

Sólveig segir að um 500 félagsmenn starfi á hótelunum og 70 félagsmenn hjá Sam­skip, Ol­íu­dreif­ingu og Skelj­ungi.

Verði boðun verk­fall­anna samþykkt hefst vinnu­stöðvun á há­degi 15. fe­brú­ar og er hún ótíma­bund­in.

Í gær samþykktu félagsmenn sem starfa á Íslandshótelum tillögu um verkfall og munu því 287 starfsmenn hefja verkfall að öllu óbreyttu eftir viku, þann 7. febrúar. 

Sólveig segist vona að verkföllin og verkfallsboðanirnar verði til þess að Samtök atvinnulífsins (SA) bjóði Eflingu upp á betri kjarasamninga. 

SA tilkynnti í morgun að samtökin munu höfða mál gegn Efl­ingu fyr­ir Fé­lags­dómi. SA telur boðun verkfallsins á Íslandshótelum ólögmæta. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert