Modestas Antanavicius er enn saknað. Síðast er vitað af ferðum hans í Borgarnesi laugardaginn 7. janúar.
Á Facebook-síðu lögreglunnar á Vesturlandi segir að björgunarsveitir og lögreglan með aðstoð Landhelgisgæslunnar séu enn að leita þegar leitarskilyrði eru fyrir hendi.
Modestas er 46 ára gamall og býr í Borgarnesi en síðustu upplýsingar um ferðir hans var að finna í eftirlitsmyndavélum Olís í Borgarnesi. Hann sást fara þar inn klukkan 17.09 7. janúar, og út nokkrum mínútum síðar.
„Þeir sem telja sig hafa orðið varir við hann eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögregluna í síma 4440300 eða í síma 112,“ segir í færslunni.