Fríverslunarsamningurinn formlega genginn í gildi

Hafist var handa við gerð hans árið 2020 er Bretland …
Hafist var handa við gerð hans árið 2020 er Bretland gekk úr Evrópusambandinu og sagði þar með skilið við EES-samninginn. AFP

Fríversl­un­ar­samn­ing­ur Íslands og Bret­lands geng­ur form­lega í gildi í dag. 

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu á vef Stjórn­ar­ráðsins en haf­ist var handa við gerð hans árið 2020 vegna út­göngu Bret­lands úr Evr­ópu­sam­band­inu og sagði þar með skilið við EES-samn­ing­inn.

Auk fríversl­un­ar­samn­ings­ins hafa Ísland og Bret­land gert fjöl­marga sam­starfs­samn­inga, meðal ann­ars á sviði mennta- og menn­ing­ar­mála, sjáv­ar­út­vegs­mála og loft­ferðamála.

Samn­ing­ur­inn var samþykkt­ur af Alþingi í mars í fyrra. Hon­um hef­ur verið beitt til bráðabirgða frá því í sept­em­ber 2022 en vegna ým­issa laga­breyt­inga hef­ur hann ekki gengið í gildi fyrr en nú.

Samn­ing­ur­inn var gerður í sam­floti með hinum EFTA-ríkj­un­um inn­an EES, þar er að segja Nor­egi og Liechten­stein.

„Um er að ræða yf­ir­grips­mik­inn fríversl­un­ar­samn­ing sem nær til flestra sviða viðskipta á milli ríkj­anna og þeirra reglna sem um þau gilda. Samn­ing­ur­inn miðar að því að tryggja eins náin viðskipta­tengsl og unnt er að ná með fríversl­un­ar­samn­ingi,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert