„Þetta er bara ekki réttlátt“

Eflingarfélagar sem starfa við akstur olíuflutningabíla hjá Skeljungi og Olíudreifingu …
Eflingarfélagar sem starfa við akstur olíuflutningabíla hjá Skeljungi og Olíudreifingu í félagsheimili Eflingar. Ljósmynd/Efling

„Það er kom­inn tími til að þessi rétt­indi verði met­in til launa, kraf­an er 670 krón­ur á tím­ann til viðbót­ar við þau laun sem við höf­um í dag,“ seg­ir Örvar Þór Guðmunds­son, olíu­flutn­inga­bíl­stjóri og trúnaðarmaður Efl­ing­ar inn­an Ol­íu­dreif­ing­ar.

Hann seg­ir svo­kölluð ADR-rétt­indi ekki met­in til launa á Íslandi, en þau rétt­indi þurfa all­ir sem aka með hættu­leg efni, eins og til að mynda eldsneyti.

Bíl­stjór­ar með rétt­ind­in í öðrum lönd­um fái greitt sér­stak­lega fyr­ir. Á þetta hafi verið bent al­veg síðan ADR varð að alþjóðleg­um staðli í kring­um alda­mót­in.

Til­bún­ir að nota verk­falls­vopnið

„Ég er bú­inn að keyra 40 þúsund lítra í dag í Búðar­dal, Reyk­hóla og annað á mjó­um veg­um. Það eru ýms­ar hætt­ur sem slík­ur farm­ur hef­ur í för með sér,“ seg­ir Örvar.

„Ég tók það að mér að koma á sam­starfi á milli bíl­stjóra hjá Ol­íu­dreif­ingu, Skelj­ungs og Sam­skipa. Við trúnaðar­menn þess­ara fyr­ir­tækja höf­um kom­ist að því sam­komu­lagi að koma af stað kröfu um að við fáum greitt sér­stak­lega fyr­ir þessi rétt­indi.“

Örvar seg­ir bíl­stjóra til­búna að nota verk­falls­vopnið.

„Al­mennt séð þá er mín skoðun sú að mis­mun­ur sé milli þjóðfé­lags­stétta. Fyr­ir­tækja­eig­end­ur og fyr­ir­tækja­rek­end­ur hafa aukið hagnað sinn um 60% á ár­un­um 2018-2022.

Þeir ýta öll­um kostnaði út í sam­fé­lagið og auka verðbólg­una á sama tíma og þeir biðja launa­fólk að sýna aðhald til þess að minnka verðbólg­una.

Þetta er bara al­menn umræða í sam­fé­lag­inu og þetta er bara ekki rétt­látt,“ seg­ir Örvar.

Sam­ráð milli Efl­ing­ar og bíl­stjóra

Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, formaður Efl­ing­ar, seg­ir að Efl­ing hafi verið í góðum og mikl­um sam­skipt­um við bíl­stjór­ana. Hún seg­ir fullt sam­ráð hafa verið við þá um verk­falls­boðun í samn­inga­nefnd Efl­ing­ar.

„Full­trú­ar þessa hóps hafa á síðustu vik­um og mánuðum skipað sér í fram­varðasveit Efl­ing­ar og sýnt þann nauðsyn­lega bar­áttu­vilja sem þarf til þess að geta á end­an­um skrifað und­ir Efl­ing­ar­samn­ing sem hent­ar Efl­ing­ar­fólki,“ seg­ir Sól­veig í sam­tali við mbl.is.

Fyr­ir­hugaðar aðgerðir olíu­flutn­inga­bíl­stjóra verða kynnt­ar á sam­eig­in­leg­um fundi bíl­stjóra frá Ol­íu­dreif­ingu, Skelj­ungi og Sam­skip­um annað kvöld.

Ráðgert er að kosn­ing um hugs­an­legt verk­fall hefj­ist á föstu­dag.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert