Inga Þóra Pálsdóttir
Aðalmeðferð í máli Samtaka atvinnulífsins (SA) gegn Eflingu fyrir Félagsdómi lauk rétt í þessu. Búist er við niðurstöðu í málinu eigi síður en á mánudag.
SA telja ótímabundið verkfall félagsfólks Eflingar á sjö hótelum vera ólögmætt vegna þess að Efling neitaði að afhenda félagatal sitt til að greiða atkvæði um miðlunartillögu ríkissáttasemjara.
Fámennt var í dómssalnum, en meðal þeirra sem voru viðstaddir voru Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, og Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambands Íslands.