Aðalmeðferð fyrir Félagsdómi lokið

Halldór Benjamín, framkvæmdastjóri SA, og Ragnar Árnason, lögmaður SA, í …
Halldór Benjamín, framkvæmdastjóri SA, og Ragnar Árnason, lögmaður SA, í Landsrétti í dag. Félagsdómur kom saman í húsi Landsréttar. Eggert Jóhannesson

Aðalmeðferð í máli Samtaka atvinnulífsins (SA) gegn Eflingu fyrir Félagsdómi lauk rétt í þessu. Búist er við niðurstöðu í málinu eigi síður en á mánudag.

SA telja ótíma­bundið verk­fall fé­lags­fólks Efl­ing­ar á sjö hót­el­um vera ólög­mætt vegna þess að Efl­ing neitaði að af­henda fé­laga­tal sitt til að greiða at­kvæði um miðlun­ar­til­lögu ríkissáttasemjara.

Fámennt var í dómssalnum, en meðal þeirra sem voru viðstaddir voru Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, og Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambands Íslands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert