Hvað á hús íslenskunnar að heita?

Teikning af húsi íslenskunnar. Efnt hefur verið til samkeppni um …
Teikning af húsi íslenskunnar. Efnt hefur verið til samkeppni um nafn hússins. Teikning/Stjórnarráðið

Efnt hefur verið til nafnasamkeppni um nafn á nýju húsi íslenskunnar sem opnar í vor. Þar mun stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og Íslenskumenningardeild Háskóla Íslands hafa aðsetur.

Ríkið mun fá húsið afhent í febrúar en formlega opnar það þann 19. apríl næstkomandi. 

Áður en húsið opnar þarf að finna því nafn og ákváðu menningar- og viðskiptaráðuneytið, Árnastofnun og Háskóli Íslands að efna til nafnasamkeppni meðal almennings. Hægt er að skila inn tillögum að nafni á húsið á vef Árnastofnunar.

Langþráð og verðskuldað lögheimili íslenskunnar

Samkeppnin stendur yfir út febrúar og í kjölfarið mun nefnd fara yfir tillögurnar og velja þá bestu. Nafnið verður svo afhjúpað við formlega opnun hússins þann 19. apríl og sigurvegarar nafnasamkeppninnar hljóta viðurkenningu.

Haft er eftir Lilju Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra, að nú hilli undir að íslenskan og okkar dýrmætasti menningararfur fái langþráð og verðskuldað heimili. Hvetur hún sem flesta til þess að taka þátt í nafnasamkeppni fyrir hús íslenskunnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert