Munnlegur málflutningur í innsetningarmáli ríkissáttasemjara gegn Eflingu hófst kl. 13:15 í Héraðsdómi Reykjavíkur.
Ríkissáttasemjari leitar atbeina Héraðsdóms Reykjavíkur til að fá afhenta kjörskrá Eflingar en málinu hafði verið frestað á mánudag.
Afhending kjörskrár Eflingar er forsenda þess að fram geti farið atkvæðagreiðsla um miðlunartillögu ríkissáttasemjara meðal félagsfólks Eflingar annars vegar og Samtaka atvinnulífsins hins vegar.
SA afhenti ríkissáttasemjara atkvæðaskrá sína í síðustu viku.