Sýknuð af kröfu vegna 18 ára gamallar millifærslu

Úr dómsal við aðalmeðferð málsins í desember. Lögmenn hinna stefndu …
Úr dómsal við aðalmeðferð málsins í desember. Lögmenn hinna stefndu í málinu. (f.v.) Ragnar Hall, Kristín Edwald, Ragnar Björgvinsson og Ólafur Eiríksson. mbl.is/Þorsteinn

Héraðsdómur sýknaði í gær þau Birki Kristinsson, fjárfesti og fyrrverandi landsliðsmarkvörð, Stefán Bergsson endurskoðanda, Sólveigu Guðrúnu Pétursdóttur, fyrrverandi ráðherra, og endurskoðendaskrifstofuna Pricewaterhouse Coopers af kröfu félagsins Lyfjablóms um greiðslu á 46 milljónum, en um er að ræða 18 ára gamla millifærslu.

Ítarlega var fjallað um málið á mbl.is við aðalmeðferð þess fyrir héraði í desember.

Gögn sem sýndu að upphæðin hafði verið gerð upp

Taldi forsvarsmaður Lyfjablóms að hin stefndu hefðu á skipulagðan hátt, árum saman, dregið dul á atvik málsins og hvað varð um fjármunina. Í dómi héraðsdóms kemur hins vegar fram að sýnt hafi verið fram á að milljónirnar 46 hafi verið gerðar upp tveimur árum síðar í tengslum við endurkaup þar sem þáverandi eigendur Lyfjablóms (sem þá hét Björn Hallgrímsson ehf.) fengu hundruð milljónir króna. Því væru nægjanleg gögn sem sýndu fram á að upphæðin hefði verið gerð upp og að ekki hafi verið sýnt fram á fjártjón.

Björn Hallgrímsson ehf. (BH) var fjölskyldufélag sem var í eigu fjögurra systkina, þeirra Kristins, Sjafnar, Áslaugar og Emilíu Björnsbarna. Átti hvert þeirra fjórðungshlut, en Kristinn var í forsvari fyrir félagið. Auk þess átti hann sjálfur fjárfestingafélagið Mercatura.

Nær aftur til ársins 2004

Millifærslan sem málið snýst um var gerð í janúar árið 2005, en upphafið má rekja til þess að í desember 2004 sendi Kristinn Björnsson, sem nú er látinn og var eiginmaður Sólveigar, póst á Birki, en Birkir var viðskiptastjóri BH. Bað Kristinn um upplýsingar um viðskipti frá því að hann keypti bréf í Straumi fjár­fest­ing­ar­banka í nafni eig­in fjár­fest­inga­fé­lags, Mercatura. Hins veg­ar kom einnig fram að  upp­hæðin hafði verið skuld­færð af reikn­ingi BH. Í fram­hald­inu bað Krist­inn um að lánið yrði fært af BH yfir á Mercatura fyr­ir ára­mót og eftir áramót sendi Kristinn svo póst þar sem hann óskaði eftir því að yfirdráttur Mercatura yrði greiddur af reikningi BH og var orðið við því, en þar var um að ræða þessar 46 milljónir.

Jón Þór Ólason, lögmaður Lyfjablóms ásamt Birni Thorsteinssyni, eiganda félagsins.
Jón Þór Ólason, lögmaður Lyfjablóms ásamt Birni Thorsteinssyni, eiganda félagsins. mbl.is/Þorsteinn

Meðal gagna í málinu var fundargerð stjórnar BH, en óumdeilt var að hún var ekki rituð þann dag sem fundurinn átti að hafa farið fram, þ.e. 5. Júlí 2007, heldur síðar. Samkvæmt fundargerðinni samþykktu systkinin endurkaup BH á 10% af eigin bréfum frá systkinunum fyrir 1,62 milljarða, eða 405 milljónum fyrir hvert fyrir sig. Þá var einnig lagt fram uppgjörsblað þar sem grein var gerð fyrir því hvernig félagið greiddi hluthöfum vegna endurkaupanna. Þar kemur fram að kaupin hafi verið greidd með reiðufé og uppgjöri á útistandandi kröfum. Sú upphæð sem um ræðir var skýrð með „KB. Til fjárfestinga frá BH.“

Ekki dæmt álag þar sem gögn komu seint inn í málið

Allt þetta sýni að upphæðin sem greidda var frá BH til Mercatura upp á 46 milljónir, hafi verið gerð upp með greiðslu vegna endurkaupanna. Því hafi ekki orðið það fjártjón sem Lyfjablóm heldur fram í stefnu málsins.

Dómurinn gerir Lyfjablómi jafnframt að greiða um 6,4 milljónir í málskostnað fyrir þau sem stefnt var í málinu, en sérstaklega er tekið fram að hafnað sé kröfu verjenda um álag á málskostnað. Er það rökstutt með því að niðurstaða málsins hafi ráðist af gögnum sem ekki voru lögð fram fyrr en málið var höfðað og að endanleg þýðing þeirra hafi orðið ljós við aðalmeðferð málsins. Er þar líklega verið að vísa til fyrrnefnds uppgjörsblaðs.

Félag fór hátt, var tekið yfir af Glitni og endaði hjá syni Áslaugar

Árið 2006 varð BH, í gegn­um dótt­ur­fé­lög sín, ann­ar af kjöl­festu­fjár­fest­um fjár­fest­inga­fé­lags­ins Gnúps með 46% hlut og var það stærsta fjár­fest­ing fé­lags­ins. Töpuðust þeir fjár­mun­ir all­ir í árs­byrj­un 2008 þegar Glitn­ir tók yfir Gnúp og BH. Var nafni BH í kjöl­farið breytt í Lyfja­blóm.

Son­ur Áslaug­ar, Björn Thor­steins­son, keypti Lyfja­blóm af Glitni fyr­ir nokkr­um árum og hef­ur hann síðan, með stuðningi for­eldra sinna, staðið í mála­ferl­um vegna rekst­urs fjöl­skyldu­fyr­ir­tæk­is­ins árin fyr­ir hrun. Báru þau meðal ann­ars bæði vitni fyr­ir dóm­in­um í gær. Hef­ur hann kom­ist í ým­is gögn tengd rekstr­in­um, bæði hjá op­in­ber­um stofn­un­um og end­ur­skoðun­ar­fyr­ir­tæki þess, í krafti þess að vera nýr eig­andi fé­lags­ins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert