Varasamir sviptivindar og gular viðvaranir

Gular viðvarnir verða í gildi víða um land á morgun.
Gular viðvarnir verða í gildi víða um land á morgun. Ljósmynd/Veðurstofa Íslands

Gular viðvaranir hafa verið gefnar út fyrir morgundaginn, vegna sunnan hvassviðris eða storms, fyrir landið norðan- og austanvert, á Vestfjörðum og á miðhálendinu og gilda þær frá því klukkan 6 í fyrramálið og til miðnættis annað kvöld.

Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur Vegagerðarinnar, varar við því að hlýju loftinu fylgi snarpir og varasamir sviptivindar, frá því klukkan 9 í fyrramálið og fram yfir hádegi á norðanverðu Snæfellsnesi og í Ísafjarðardjúpi. Eins á Norðurlandi frá um kl. 11 og þar til síðdegis. Einkum vestantil í Eyjafirði norðan Akureyrar og á Tröllaskaga. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert