Betur fór en áhorfðist þegar eldur varð laus í svefnherbergi í íbúðarhúsnæði í Garðabæ í gær. Íbúar komust út af sjálfsdáðum og gerðu rétt með því að loka herberginu, að segir í færslu á Facebook-síðu slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu
Slökkviliðið kom á vettvang og slökkti eldinn og bjargaði jafnframt kettlingum út úr húsnæðinu.
Síðasti sólarhringur var mjög annasamur hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, en farið var í níu útköll á dælubílum. Einnig voru 102 boðanir á sjúkrabílum, þar af voru 30 forgangsverkefni og 22 eftir miðnætti.