Efling kúgi félagsmenn sína

Drífa Snædal er fyrrverandi forseti ASÍ.
Drífa Snædal er fyrrverandi forseti ASÍ. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Drífa Snæ­dal, fyrr­ver­andi for­seti Alþýðusam­bands­ins (ASÍ), ótt­ast að verið sé að veikja verka­lýðshreyf­ing­una. Hún sak­ar for­ystu Efl­ing­ar um valdníðslu og skoðanakúg­un.

„Ég ótt­ast að það sé verið að veikja verka­lýðshreyf­ing­una mjög mikið núna af því að ný for­ysta Efl­ing­ar hef­ur til dæm­is til­hneig­ingu til að fara mjög hart gegn eig­in fé­lags­mönn­um sem eru ekki sam­mála þeim. Það er eitt­hvað sem ekki er hægt að líða. Ekki er hægt að sitja hjá og samþykkja,“ seg­ir Drífa og bæt­ir við:

„Það er ákveðin valdníðsla og skoðanakúg­un sem felst í því.“

Drífa sagði af sér sem for­seti ASÍ í októ­ber í fyrra. Í sam­tali við mbl.is sagði hún að henni hafi ekki verið kleift að halda störf­um sín­um áfram, meðal ann­ars vegna erfiðra sam­skipta inn­an verka­lýðshreyf­ing­ar­inn­ar.

Á sama máli og Sól­ey

Eins og mbl.is greindi frá fyrr í dag tel­ur Sól­ey Tóm­as­dótt­ir, fyrr­ver­andi borg­ar­full­trúi Vinstri grænna, ekki rétt að krefja femín­ista um að styðja Sól­veigu Önnu Jóns­dótt­ur, formann Efl­ing­ar. Seg­ir hún hægt að standa með lág­launa­fólki, og þar með lág­launa­kon­um, án þess að styðja Sól­veigu Önnu.

Í Silfr­inu sakaði Drífa Sól­veigu Önnu um að fara ekki vel með vald sitt. Þá sagði hún ekki rétt að halda því fram að þeir sem styðji ekki for­mann­inn séu á móti lág­launa­kon­um.

„Það er ekki hægt að stilla hlut­un­um þannig upp að ef að þú hyll­ir ekki Sól­veigu Önnu þá sértu á móti lág­launa kon­um eða verka­fólki eða rétt­ind­um fólks til að fara í verk­fall,“ sagði Drífa.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert