Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um efnaleka í Kópavogslæk í gærkvöldi. Vegfarandi tilkynnti málið.
„Það er eins og einhversstaðar hafi farið olía farið í ræsi,“ segir varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu í samtali við mbl.is.
Heilbrigðiseftirlitinu hefur verið tilkynnt um málið.
Síðasti sólarhringur var mjög annasamur hjá slökkviliðinu, en farið var í níu útköll á dælubílum. Einnig voru 102 boðanir á sjúkrabílum, þar af voru 30 forgangsverkefni og 22 eftir miðnætti.