Almannavarnir lýsa yfir óvissustigi

Appelsínugul viðvörun Veðurstofunnar gildir fyrir allt landið nema á Vestfjörðum, …
Appelsínugul viðvörun Veðurstofunnar gildir fyrir allt landið nema á Vestfjörðum, þar sem er gul viðvörun. Skjáskot/Veðurstofan

Rík­is­lög­reglu­stjóri í sam­ráði við lög­reglu­stjór­ana á öllu land­inu hafa lýst yfir óvissu­stigi Al­manna­varna vegna veðurs sem framund­an er. 

Ákveðið var á sam­ráðsfundi Al­manna­varna­deild­ar rík­is­lög­reglu­stjóra í dag að sam­hæf­ing­ar­stöð Al­manna­varna verði virkjuð klukk­an 5 í fyrra­málið.

App­el­sínu­gul viðvör­un Veður­stof­unn­ar tek­ur fyrst gildi klukk­an 6 í fyrra­málið á vest­ur­helm­ingi lands­ins og klár­ast síðast á Aust­fjörðum, klukk­an 13.30, þegar veðrið hef­ur að mestu gengið yfir.

„Al­manna­varn­ir biðla til al­menn­ings um að ganga frá lausa­mun­um til að fyr­ir­byggja foktjón. Einnig er mik­il­vægt að bygg­ing­ar­fyr­ir­tæki hugi að sín­um svæðum og geri viðeig­andi ráðstaf­an­ir til að koma í veg fyr­ir og draga úr tjóni. Mikl­ar lík­ur eru á að veðrið muni hafa áhrif á sam­göng­ur og eru veg­far­end­ur beðnir um að vera ekki á ferðinni að óþörfu á þeim svæðum þar sem veðrið er verst hverju sinni. Fólki bent á að sýna var­kárni og fylgj­ast með veður­spám,“ seg­ir í til­kynn­ingu frá Al­manna­vörn­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert