Annað krapaflóð í Geirseyrargili á Patreksfirði

Krapaflóðið sem féll í janúar féll einnig úr Geirseyrargili.
Krapaflóðið sem féll í janúar féll einnig úr Geirseyrargili. mbl.is/Sigurður Bogi

Krapa­flóð féll um klukk­an 14 í gær, sunnu­dag­inn, í Geirs­eyr­argili á Pat­reks­firði. Krapa­flóð féll úr sama gili á laug­ar­dag­inn í þarsíðustu viku.

Sér­fræðing­ur á of­an­flóðavakt hjá Veður­stofu Íslands seg­ir flóðið í gær hafa verið mun minna en það sem féll laug­ar­dag­inn 26. janú­ar. Það fylgdi far­veg­in­um og stafaði ekki ógn af því. 

Veður­stofa Íslands lýsti yfir óvissu­stigi á sunn­an­verðum Vest­fjörðum í gær vegna of­an­flóðahættu, það er ekki leng­ur í gildi. Veður er að kólna og hef­ur því dregið úr of­an­flóðahætt­unni.

Í færslu sem Veður­stof­an gaf út á laug­ar­dag­inn var kom fram að svipuð veður­skil­yrði væru um helg­ina og þegar að krapa­flóðið féll þann 26. janú­ar. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert