Bátur sökk í Kópavogshöfn

Svona er umhorfs í Kópavogshöfn, þar sem báturinn marar í …
Svona er umhorfs í Kópavogshöfn, þar sem báturinn marar í hálfu kafi. mbl.is

Slökkviliðinu á höfuðborg­ar­svæðinu barst til­kynn­ing um að bát­ur væri sokk­inn í Kópa­vogs­höfn um níu­leytið í gær­kvöldi.

Að sögn varðstjóra var bát­ur­inn, sem er sex metra lang­ur, far­inn að halla mikið þegar slökkviliðið kom á vett­vang. Ekki var gripið til neinna aðgerða af hálfu slökkviliðsins, en eig­andi báts­ins var lát­inn vita.

Til­kynnt var um einn vatnsleka og var hann í Gerðunum í Reykja­vík um tíu­leytið í gær­kvöldi. Þar hafði vatn borist ofan í kjall­ara.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert