Boðar SA og Eflingu á fund um atkvæðagreiðslu

Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari.
Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Aðal­steinn Leifs­son rík­is­sátta­semj­ari býst við og ætl­ast til að Efl­ing af­hendi kjör­skrá eins og þeim er skyld að gera sam­kvæmt lög­um og ný­fölln­um úr­sk­urði í héraðsdómi. 

„Fé­lags­menn geta þá greitt at­kvæði milli til­lög­un­ar eða halda áfram á þeirri braut átaka sem mörkuð hef­ur verið,“ seg­ir hann.

Boðar einnig sáttar­fund

Aðal­steinn seg­ir í sam­tali við mbl.is að hann sé bú­inn að senda hvatn­ingu og ít­rek­un á kröfu um af­hend­ingu kjör­skrár­inn­ar á for­ystu Efl­ing­ar og boðað til fund­ar til að ræða fyr­ir­komu­lag at­kvæðagreiðslu. „Þá er ég reynd­ar líka bú­inn að boða til sátta­fund­ar í mál­inu.“

Sáttar­fund­ur­inn er boðaður klukk­an hálf fjög­ur á morg­un en ekki ligg­ur fyr­ir hvort að deiluaðilar hafi fall­ist á fund­inn.

Spurður hvenær megi eiga von á að at­kvæðagreiðslur hefj­ist um miðlun­ar­til­lög­una seg­ir Aðal­steinn að hann muni funda með báðum aðilum deil­unn­ar, Efl­ingu og Sam­tök­um at­vinnu­lífs­ins, um fyr­ir­komu­lag at­kvæðagreiðslunn­ar og muni svara því eft­ir þá fundi.

Vinn­ur eft­ir bestu sam­visku

„Skýrt er í úr­sk­urði héraðsdóms er að miðlun­ar­til­lag­an er lög­lega upp bor­in. Þá er það skýrt að Efl­ingu beri að af­henda kjör­skrá til þess að fé­lags­menn Efl­ing­ar geti tekið af­stöðu til miðlun­ar­til­lögu rík­is­sátta­semj­ara. Þá er skýrt fjallað um það í úr­sk­urði héraðsdóms að verk­falls­rétt­ur sé ekki í borð bor­inn með miðlun­ar­til­lög­unni enda eru af­drif miðlun­ar­til­lög­un­ar í hend­um fé­lags­manna þegar kosn­ing á sér stað,“ seg­ir Aðal­steinn svo um niður­stöðu héraðsdóms frá í morg­un.

Hvað finnst þér um kröfu for­manns Efl­ing­ar um að þú stíg­ir til hliðar í meðhöndl­un kjara­deilu Efl­ing­ar og Sam­taka at­vinnu­lífs­ins?

„Ég er að vinna eft­ir bestu sam­visku að minni laga­skyldu og mun halda því áfram.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert