Tímabundnar takmarkanir á heimsóknum á Landspítala hafa verið felldar úr gildi.
Takmarkanirnar voru settar á 29. desember til að draga úr líkum á því að smit bærist inn á deildir spítalans með heimsóknargestum.
Meginatriði þeirrar ráðstöfunar var að einn gestur mætti koma til sjúklings á heimsóknartíma meðan veirufaraldrar geisuðu í samfélaginu.