Efling skal afhenda kjörskrá

Daníel Isebarn og Sólveig Anna Jónsdóttir í héraðsdómi í dag.
Daníel Isebarn og Sólveig Anna Jónsdóttir í héraðsdómi í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Efl­ing skal af­henda kjör­skrá sam­kvæmt úr­sk­urði Héraðsdóms Reykja­vík­ur sem kveðinn var upp rétt í þessu.

Rík­is­sátta­semj­ari leitaði at­beina héraðsdóms vegna máls­ins en Efl­ing hafði neitað að af­henda kjör­skrá. Dóm­ari hef­ur nú heim­ilað beina aðfar­ar­gerð í mál­inu. 

Viðar Þorsteinsson, Daníel Isebarn og Sólveig Anna Jónsdóttir í héraðsdómi.
Viðar Þor­steins­son, Daní­el Isebarn og Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir í héraðsdómi. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

At­kvæðagreiðsla um miðlun­ar­til­lögu rík­is­sátta­semj­ara get­ur ekki farið fram meðal fé­lags­fólks Efl­ing­ar án kjör­skrár­inn­ar.

Lögmaður Efl­ing­ar sagði í dómsal að fé­lagið muni afrýja niður­stöðunni. 

Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari.
Aðal­steinn Leifs­son rík­is­sátta­semj­ari. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert