Flýta lagningu á nýjum Vestmannaeyjastreng

Í síðustu viku bilaði Vestmannaeyjastrengur 3.
Í síðustu viku bilaði Vestmannaeyjastrengur 3. mbl.is/Sigurður Bogi

Ákveðið hef­ur verið að flýta lagn­ingu og um­sókn um leyfi send til Orku­stofn­unn­ar á nýj­um Vest­manna­eyj­a­streng 4.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu á vef Landsnets en í síðustu viku bilaði Vest­manna­eyj­a­streng­ur 3. Er það í annað sinn sem hann bil­ar á þeim tíu árum sem hann hef­ur verið í notk­un. Und­ir­bún­ing­ur fyr­ir viðgerð á hon­um er nú í gangi. 

Áætlað er að nýi sæ­streng­ur­inn verða lagður sum­arið 2025 í stað 2027 og mun hann verða 66 kV og sam­bæri­leg­ur við Vest­mann­eyj­a­streng 3.

Eng­in vara­teng­ing kosti 100 millj­ón­ir ár­lega 

Í til­kynn­ing­unni seg­ir að búið sé að fram­kvæma grein­ingu á sam­fé­lags­leg­um kostnaði við það að hafa ein­göngu einn sæ­streng til Vest­manna­eyja sem annað get­ur bæði for­gangs- og skerðan­legri orkuþörf í Eyj­um. 

„Grein­ing­in sem unn­in var af verk­fræðistof­unni Eflu í árs­lok 2022 sýndi að sam­kvæmt áhættumati er vænt­ur sam­fé­lags­leg­ur kostnaður við að hafa ekki vara­teng­ingu sem annað get­ur allri orkuþörf í Vest­manna­eyj­um ná­lægt 100 millj­ón­um ár­lega.“

Þá seg­ir að flýt­ing Vest­manna­eyj­a­streng 4 komi sér einnig vel við ná fram sam­legðaráhrif­um í fram­kvæmd­um Landsnets en lagn­ing sæ­strengs yfir Arn­ar­fjörð er einnig á fram­kvæmda­áætl­un.

Með því að leggja báða þessa sæ­strengi á sama tíma má spara kostnað við streng­lagn­ing­ar­skip sem þarf að fá til lands­ins í verkið og get­ur sparnaður­inn hlaupið á hundruðum millj­óna.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert