Gervigreind geti nýst vel í skólum

Róbert segir að um sé að ræða byltingu,
Róbert segir að um sé að ræða byltingu, Ljósmynd/Colourbox

Ró­bert Bjarna­son, frum­kvöðull og fram­kvæmda­stjóri Íbúa ses., held­ur í vik­unni nám­skeið þar sem kennt verður á vin­sæl gervi­greind­ar­for­rit á borð við tungu­mála­for­ritið Chat­G­PT og mynd­vinnslu­for­ritið Dall-E 2. Ró­bert seg­ir að um sé að ræða bylt­ingu, þar sem for­rit­in geti hraðað framþróun í ekki aðeins heilu at­vinnu­grein­un­um held­ur einnig ýms­um rann­sókn­ar­verk­efn­um.

„Ég held að mennta­kerfið sé vel í stakk búið til þess að tak­ast á við þetta vegna þess að við erum búin að þurfa að kljást við svipað, á borð við Google Translate, um tíma,“ seg­ir Ró­bert en borið hef­ur á því að nem­end­ur víða um heim hafi nýtt sér Chat­G­PT til þess að svindla í nám­inu, en for­ritið get­ur skrifað heilu rit­gerðirn­ar frá grunni. Best væri að inn­leiða gervi­greind­ar­for­rit í nám­skrár, að hans mati. „Að fá Chat­G­PT til þess að gagn­rýna hug­mynd­ina þína, sem dæmi.“ 

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert