Hækkandi vatnshæð í Norðurá

Norðurá í Borgarfirði. Mynd úr safni.
Norðurá í Borgarfirði. Mynd úr safni. www.nordura.is

Vatns­hæð fór hækk­andi í Norðurá í Borg­ar­f­irði í nótt. Stífla hef­ur mynd­ast við Brekku sem gæti valdið staðbundn­um flóðum.

Vatns­hæð hef­ur einnig hækkað í fleiri ám eft­ir rign­ing­ar síðasta sóla­hring og um­hleyp­inga síðustu vikna, að því er kem­ur fram í at­huga­semd sér­fræðings hjá Veður­stofu Íslands.

Enn eru marg­ar ár á land­inu að miklu leyti ísilagðar. Í Hvítá í Árnes­sýslu og Ölfusá er ís þykk­ur á köfl­um þrátt fyr­ir leys­ing­ar í síðustu viku.

Fram kem­ur að Veður­stof­an fylg­ist vel með breyt­ing­um næstu daga þar sem spáð er leys­ing­um og um­hleyp­inga­sömu veðri.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert