Íslensk stjórnvöld munu veita aðstoð

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Tyrk­land hef­ur óskað eft­ir aðstoð um­heims­ins vegna skjálft­anna og óskað eft­ir því við okk­ur líka. Hjálp­ar­beiðni hef­ur borist í gegn­um viðbragðskerfi Sam­einuðu þjóðanna og Atlants­hafs­banda­lags­ins,“ seg­ir Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir ut­an­rík­is­ráðherra.

„Við mun­um senda mannúðaraðstoð, fjár­magn, í gegn­um Sam­einuðu þjóðirn­ar, bæði til Tyrk­lands og Sýr­lands.“

Í skoðun að senda sér­fræðinga

„Þegar kem­ur að sér­fræðing­um eru aðrar aðstæður, því miður, í Tyrklandi ann­ars veg­ar og Sýr­landi hins veg­ar,“ seg­ir hún.

„Við erum að skoða það að senda sér­fræðinga í aðgerðar­stjórn­un í rúst­a­björg­un. Þess­ar hjálp­ar­beiðnir sem bár­ust strax í morg­un höf­um við þegar mætt að hluta til með ná­granna­ríkj­un­um. En við erum að skoða þetta og vilj­um leita leiða til að koma til aðstoðar.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert