Miðlunartillagan lögleg með öllu

Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari.
Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Héraðsdómur telur framlagningu miðlunartillögu ríkissáttasemjara í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins uppfylla lagaskilyrði.

Í úrskurði í innsetningarmáli ríkissáttasemjara um afhendingu kjörskrár Eflingar tók dómurinn efnislega afstöðu til lögmætis framlagningar miðlunartillögunar.

Dómurinn segir miðlunartillögu ekki háða samþykki deiluaðila og telur að ríkissáttasemjari hafi ráðgast við þá fyrir framlangningu eins og mælt er fyrir í lögum.

Hafi deiluaðilum þá gefist kostur á að koma á framfæri sjónarmiðum sínum hvað efni hennar varðar. Ríkissáttasemjari bar sjálfum að meta hvort tekið væri tillit til fram kominna athugasemda samkvæmt úrskurðinum.

Héraðsdómur féllst á allar kröfur

Heimilt er að veita Advania heimild til að framkvæma kosningu um miðlunartillöguna enda hafi báðir deiluaðilar gert samninga við Advania um þá vinnslu þannig að áskilnaður persónuverndarlöggjafar sé uppfylltur.

Í úrskurðinum segir að grundvallarverkfallsréttur Eflingar sé ekki í borð borinn með framlagningu og atkvæðagreiðslu um miðlunartillögu því afdrif tillögunar séu í höndum félagsmanna Eflingar.

Þá samþykkti héraðsdómur að skilyrðum laga um aðför væri fullnægt og sagði ekki efni standa til að fallast á kröfu Eflingar um frestun réttaráhrifa gerðarinnar þar sem leitað
væri beint til félagsmanna Eflingar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka