Nanna Kristín aðstoðarmaður Bjarna

Nanna Kristín Tryggvadóttir.
Nanna Kristín Tryggvadóttir. Ljósmynd/Stjórnarráðið

Nanna Krist­ín Tryggva­dótt­ir hef­ur verið ráðin aðstoðarmaður Bjarna Bene­dikts­son­ar, fjár­mála- og efna­hags­ráðherra.

Und­an­farið ár hef­ur Nanna Krist­ín starfað sem fram­kvæmda­stjóri Bygg­ing­ar­fé­lags­ins Hyrnu og Hús­heild­ar. Þar áður starfaði hún í Lands­bank­an­um, lengst af sem aðstoðarmaður banka­stjóra. Hún er jafn­framt formaður Lands­sam­bands sjálf­stæðis­k­venna og ein af for­svars­kon­um góðgerðarfé­lags­ins Kon­ur eru kon­um best­ar, að því er seg­ir í til­kynn­ingu.

Nanna Krist­ín er verk­fræðing­ur að mennt. Hún út­skrifaðist með BSc. í rekstr­ar­verk­fræði frá Há­skól­an­um í Reykja­vík árið 2010 og lauk meist­ara­gráðu í rekstr­ar­verk­fræði frá Duke há­skóla í Norður-Karólínu í Banda­ríkj­un­um árið 2011. Hún er jafn­framt með meist­ara­gráðu í fjár­mál­um fyr­ir­tækja frá Há­skól­an­um í Reykja­vík.

Hers­ir Aron Ólafs­son hef­ur verið aðstoðarmaður Bjarna frá ár­inu 2020. Páll Ásgeir Guðmunds­son var áður aðstoðarmaður hans, en hann hvarf til annarra starfa í mars 2022. Með ráðningu Nönnu Krist­ín­ar eru aðstoðar­menn­irn­ir því aft­ur orðnir tveir.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert