Reykjavík hafi fallið mest allra borga

Hildur Björnsdóttir, odd­viti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, fyrir sveitastjórnarkosningarnar síðasta vor.
Hildur Björnsdóttir, odd­viti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, fyrir sveitastjórnarkosningarnar síðasta vor. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Reykja­vík­ur­borg hef­ur á und­anliðnum árum staðist illa sam­an­b­urð við aðrar er­lend­ar borg­ir þegar kem­ur að sam­keppn­is­hæfni og líf­væn­leika, að því er fram kem­ur í til­kynn­ingu frá borg­ar­stjórn­ar­flokki Sjálf­stæðis­flokks­ins.

Þar seg­ir að á síðasta ári hafi Reykja­vík­ur­borg fallið niður um 25 sæti á lista Econom­ist yfir líf­væn­leika borga og að eng­in önn­ur borg í Evr­ópu hafi fallið með viðlíka hætti. Reykja­vík sé nú í 48. sæti á list­an­um.

Sama saga er sögð af lista IESE yfir öfl­ug borg­ar­sam­fé­lög. Á ár­un­um 2015 til 2019 hafi Reykja­vík mælst meðal efstu fimm borga á list­an­um en hafi nú hrapað niður í 33. sæti list­ans.

Sam­göng­ur og hús­næðismarkaður sé ábóta­vant

Vitnað er í Hildi Björns­dótt­ur, odd­vita Sjálf­stæðis­flokks­ins, í til­kynn­ing­unni en hún seg­ir að Reykja­vík mæl­ist al­mennt hátt hvað varðar jafn­rétti kynj­anna og ör­uggt sam­fé­lag, sem hvoru tveggja sé tekið til skoðunar.

„Hins veg­ar virðist borg­in koma illa út hvað varðar fjöl­breytt­ar greiðar sam­göng­ur, heil­brigðan hús­næðismarkað og fjöl­breytta kosti í skóla­mál­um, svo eitt­hvað sé nefnt,“ seg­ir Hild­ur.

Á borg­ar­stjórn­ar­fundi á morg­un, þriðju­dag, mun fara fram umræða um sam­keppn­is­hæfni Reykja­vík­ur­borg­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert