Skora á Eflingu að fresta verkföllum

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Eflingar.
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Eflingar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sam­tök at­vinnu­lífs­ins hafa sent Efl­ingu áskor­un um frest­un boðaðar vinnu­stöðvun­ar. Þar er einnig fyr­ir­vari gerður um mögu­leg­ar bóta­kröf­ur, komi til verk­falla.

Ótíma­bund­in vinnu­stöðvun á sjö hót­el­um Íslands­hót­ela hefst á morg­un. 

Í bréfi frá SA til Efl­ing­ar seg­ir að í dómi Fé­lags­dóms frá því í morg­un hafi ekki verið fall­ist á kröf­ur SA meðal ann­ars með vís­an til þess að rík­is­sátta­semj­ari leiti nú lög­bund­inna leiða til að tryggja að at­kvæðagreiðsla um miðlun­ar­til­lögu hans geti farið fram.

Um þann þátt seg­ir í dómi héraðsdóms:

„Stefndi hef­ur ekki ljáð at­beina sinn til að miðlun­ar­til­laga rík­is­sátta­semj­ara fái þann fram­gang sem lög mæla fyr­ir um. Ágrein­ing­ur er um skyldu stefnda í því efni og verður ekki bet­ur séð en að rík­is­sátta­semj­ari hafi leitað þeirra leiða sem lög bjóða til að tryggja að at­kvæðagreiðsla um til­lög­una geti farið fram, meðal ann­ars með því að óska heim­ild­ar dóm­stóla til inn­setn­ing­ar í skrá yfir fé­lags­menn stefnda. Hvorki í lög­um nr. 80/​1938 né í öðrum lög­um er aft­ur á móti að finna heim­ild fyr­ir dóm­stóla eða aðra til að bregðast við van­rækslu stétt­ar­fé­lags í þessu efni.“

Fyrr í dag úr­sk­urðaði Héraðsdóm­ur Reykja­vík­ur að Efl­ingu sé skylt að af­henda kjör­skrá eða gera hana aðgengi­lega svo at­kvæðagreiðsla geti farið fram. Kröfu Efl­ing­ar um að frest­un réttaráhrifa úr­sk­urðar­ins var hafnað og ber því Efl­ingu þegar að láta af ólög­mæt­um aðgerðum og af­henda umbeðna kjör­skrá.

Virðast bara vilja valda tjóni

„Þrátt fyr­ir af­drátt­ar­lausa niður­stöðu héraðsdóms hef­ur formaður Efl­ing­ar lýst því yfir í fjöl­miðlum að kjör­skrá verði ekki af­hent og að verk­föll muni eft­ir sem áður koma til fram­kvæmda á morg­un, þriðju­dag.

Ætlan Efl­ing­ar virðist sú ein að valda aðild­ar­fyr­ir­tækj­um SA tjóni, án þess að það sé liður í yf­ir­stand­andi kjaraviðræðum eða vinnu­deilu, enda bíður miðlun­ar­til­laga sátta­semj­ara at­kvæðagreiðslu. Fyrst ef miðlun­ar­til­lag­an verður felld skap­ast skil­yrði fyr­ir verk­föll­um sem þrýst­ingi á viðsemj­anda,“ seg­ir í áskor­un­inni frá SA. 

Áskilja aðild­ar­fyr­ir­tækj­um bóta­rétt

Sam­tök at­vinnu­lífs­ins harma og mót­mæla af­stöðu Efl­ing­ar og skora á fé­lagið af fresta boðaðri
vinnu­stöðvun þar til niðurstaða at­kvæðagreiðslu ligg­ur fyr­ir. SA áskilja aðild­ar­fyr­ir­tækj­um sam­tak­anna bóta­rétt vegna alls tjóns sem af ólög­mæt­um aðgerðum Efl­ing­ar kann að hljót­ast.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert