Tveggja bíla árekstur varð við hringtorgið í Hádegismóum rétt eftir klukkan hálf ellefu í morgun.
Líkt og sjá má á mynd sem ljósmyndari mbl.is tók eru bílarnir ansi illa farnir eftir áreksturinn en slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu barst ekki tilkynning um áreksturinn og því má gera ráð fyrir að engin alvarleg slys hafi orðið á fólki.
Stöðvarstjóri hjá lögreglunni á Vínlandsleið í Reykjavík gat ekki veitt frekari upplýsingar um áreksturinn.