Um 200 svín líklega drepist

Slökkvilið á vettvangi brunans í morgun.
Slökkvilið á vettvangi brunans í morgun. Ljósmynd/Brunavarnir Austur-Húnvetninga/Ingvar

Lík­legt er að um 200 svín hafi drep­ist í bruna á svína­búi á Skriðulandi í Langa­dal suðaust­ur af Blönduósi sem all­ur til­tæk­ur mann­skap­ur Bruna­varna Aust­ur-Hún­vetn­inga berst nú við að sögn Ingvars Sig­urðsson­ar, slökkviliðsstjóra þar.

„Við feng­um til­kynn­ingu um eld í úti­húsi hérna við Skriðuland í Langa­dal snemma í morg­un og send­um all­an okk­ar mann­skap og búnað á svæðið. Slökkvistarf hef­ur gengið ágæt­lega og við höf­um náð að halda eld­in­um í ein­um þriðja af hús­inu,“ seg­ir Ingvar við mbl.is.

Óhægt um vik við vatns­öfl­un

Tel­ur hann allt að 200 svín hafa drep­ist í brun­an­um en húsið er hólfað niður. „En þau eru lif­andi í tveim­ur þriðju af hús­inu, eld­ur­inn stopp­ar við eld­varna­vegg og við erum að rjúfa þakið á hús­inu núna, eins og oft í dreif­býli geng­ur vatns­öfl­un erfiðlega og við erum ekki alltaf með búnað sem hent­ar eða er nógu góður,“ seg­ir slökkviliðsstjór­inn en mann­skap­ur­inn hef­ur að hans sögn ekki kom­ist inn í húsið enn þá.

Húsið er hólfað niður en Ingvar telur að um 200 …
Húsið er hólfað niður en Ingvar tel­ur að um 200 svín hafi drep­ist í þeim hluta sem eld­ur­inn kviknaði í. Ljós­mynd/​Bruna­varn­ir Aust­ur-Hún­vetn­inga/​Ingvar

Hann tel­ur eld­inn hafa komið upp í þaki, lík­lega út frá ein­hverj­um raf­knún­um búnaði. „Þetta hef­ur gengið vel þrátt fyr­ir að það sé hörm­ung að þarna hafi mörg dýr farið,“ seg­ir Ingvar Sig­urðsson slökkviliðis­stjóri að lok­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert