Ótímabundnar vinnustöðvanir félagsfólks Eflingar á sjö hótelum Íslandshótela hafa verið dæmdar löglegar.
Kveðinn var upp dómur í Félagsdómi, rétt í þessu.
Vinnustöðvunin á að hefjast á morgun, þriðjudag, að hádegi.
Fyrr í dag kvað Héraðsdómur Reykjavíkur upp úrskurð þess efnis að Efling skyldi afhenda ríkissáttasemjara kjörskrár sínar svo að framkvæma mætti atkvæðagreiðslu um miðlunartillögu sem lögð hefur verið fram í deilu félagsins við Samtök atvinnulífsins.
Fréttin verður uppfærð.