Viðurkennir að vonir sínar minnki

Sólveig Anna Jónsdóttir hefur ekki tapað gleðinni þó vonir hennar …
Sólveig Anna Jónsdóttir hefur ekki tapað gleðinni þó vonir hennar minnki um réttlæti og sanngirni fyrir Eflingu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Ég hef alltaf væntingar, en síminnkandi að sjálfsögðu, til þess að það sé eitthvað réttlæti á þessu landi,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir í samtali við mbl.is. 

Héraðsdómur kvað upp úrskurð sinn fyrir skömmu þess efnis að ríkissáttasemjara væri heimilt að krefjast afhendingar kjörskrár Eflingar með beinni aðfarargerð.

Lýsti strax yfir áfrýjun

Daníel Isebarn, lögmaður Eflingar, lýsti því yfir við uppkvaðningu úrskurðarins að honum yrði áfrýjað til Landsréttar. 

Sólveig sagðist verulega ósátt við niðurstöðuna en sagði sér ekki brugðið. Hún sagðist hafa þá trú að Efling myndi finna réttlæti og sanngirni í Félagsdómi seinna í dag. Hún viðurkenndi þó að vonir sínar minnki sífellt.

Vill sérstakan ríkissáttasemjara

Sólveig ítrekaði þá kröfu sína að skipaður yrði vara- eða sérstakur ríkissáttasemjari til að meðhöndla deilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins.

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar og Daníel Isebarn lögmaður fara …
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar og Daníel Isebarn lögmaður fara yfir úrskurð héraðsdóms. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert