Appelsínugul viðvörun í gildi

Kort/Veðurstofa Íslands

App­el­sínu­gul viðvör­un er á öllu land­inu nema á Vest­fjörðum og tók hún gildi á höfuðborg­ar­svæðinu, Suður­landi, Breiðafirði og í Faxa­flóa klukk­an 6 í morg­un.

Á höfuðborg­ar­svæðinu er spáð sunn­an 20-28 metr­um á sek­úndu og mjög snörp­um vind­hviðum. Hvass­ast verður í efri byggðum og við strönd­ina. Mik­il úr­koma verður, slydda eða snjó­koma. Nauðsyn­legt er að tryggja muni ut­an­dyra.

Veður­spá­in á land­inu er á þann veg að það geng­ur í sunn­an 20-28 m/​s í skamm­an tíma með slyddu eða snjó­komu. Hætt er við eld­inga­veðri. Snýst síðan í suðvest­an 15-23 m/​s með élj­um, fyrst vest­an til en eft­ir há­degi aust­an­lands. Dreg­ur úr vindi seinnipart­inn.

Hiti verður víða í kring­um frost­mark, en allt að 5 stig­um aust­ast. Vægt frost verður í kvöld.

Suðvest­an 8-15 og él verða á morg­un, en bjart norðaust­an til. Frost verður á bil­inu 2 til 9 stig. Norðvest­an 10-20 m/​s verða annað kvöld með élj­um norðan- og vest­an­lands, hvass­ast við suðvest­ur­strönd­ina.

Veður­vef­ur mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert