Karl Ingi Vilbergsson, saksóknari hjá embætti héraðssaksóknara, segir að engin ákvörðun hafi verið tekin um hvort frávísun í hryðjuverkamálinu svokallaða verði kærð til Landsréttar.
Embættið hefur þrjá sólarhringa til þess að bregðast við frávísuninni og taka ákvörðun um málið. Ákvörðun ætti því að liggja fyrir á fimmtudag í síðasta lagi.