Urður Egilsdóttir
Tæplega 300 félagsmenn Eflingar hófu ótímabundið verkfall klukkan 12 í dag.
Í ljósi þess fjölmenntu félagsmenn á baráttusamkomu í Iðnó.
Chrissa frá Grikklandi segir við blaðamann að mikilvægt sé að fara í verkfall til þess að krefjast hærri launa og standa vörð um réttindi verkafólks.
Enn stendur yfir atkvæðagreiðsla um verkfall fleiri hótelstarfsmanna og olíubílstjóra en henni lýkur klukkan 18 í kvöld.