Búið er að loka vegunum um Hellisheiði og Þrengsli, að því er kemur fram á vef Vegagerðarinnar.
Mosfellsheiðin er einnig lokuð, ásamt Krýsuvíkurvegi.
Vegirnir um Bröttubrekku og Holtavörðuheiði eru báðir ófærir.
Óvissustig er á vegum víða um land en appelsínugul viðvörun er í gildi vegna veðurs.