Búið er að opna veginn um Hellisheiði en þar er hálka og skafrenningur. Krýsuvíkurvegur er einnig opinn en þar er þæfingsfærð.
Hálkublettir eru á öllum stofnbrautum á höfuðborgarsvæðinu.
Öxnadalsheiðin er lokuð og verða veittar nánari upplýsingar um hádegi, að sögn Vegagerðarinnar.
Á Vesturlandi er Holtavörðuheiðin meðal annars ófær.