Óvissustig á vegum víða um land

Frá Reykjanesbraut.
Frá Reykjanesbraut. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Óvissustig er á vegum víða um land í dag, þar á meðal á Reykjanesbraut, Hellisheiði og Kjalarnesi, ásamt vegunum um Holtavörðuheiði og Öxnadalsheiði.

Búist er við að vegirnir geti lokast með stuttum fyrirvara vegna óveðurs, að því er Vegagerðin greinir frá.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert