Enginn var staddur inni í smáhýsinu á Granda þar sem eldur kviknaði í morgun. Ekki er vitað um upptök eldsins.
Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu var tjónið mikið en slökkvistarfi lauk um hálftíuleytið í morgun.
Slökkviliðið fór í kjölfarið í Breiðholtið þar sem eldur kviknaði í íbúð við Írabakka. Þar hafði pottur gleymst á eldavél. Eldurinn var ekki mikill að sögn varðstjórans en reykur aftur á móti umtalsverður.