Veðurspár að ganga ágætlega eftir

Bílar á ferðinni í Reykjavík í morgun.
Bílar á ferðinni í Reykjavík í morgun. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ekki er annað að sjá en að veðurspár séu að ganga ágætlega eftir, að sögn Elínar Bjarkar Jónasdóttur, veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Lægðin er á sínum stað og ferðast hratt yfir.  

Versta veðrið er á suðvesturhorninu og mjög mikill vindur er til fjalla, meðal annars í Bláfjöllum, Skálafelli og í Hvalfirðinum.

Appelsínugula viðvörunin gildir til klukkan átta á höfuðborgarsvæðinu.

„Fólki finnst væntanlega versta veðrið þar sem skyggnið er verst, sem er líklega í austurborginni eins og staðan er núna,“  segir Elín Björk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert