Verkföll hefjast í dag

Sólveig Anna Jónsdóttir og Daníel Isebarn, lögmaður Eflingar.
Sólveig Anna Jónsdóttir og Daníel Isebarn, lögmaður Eflingar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ótíma­bund­in vinnu­stöðvun sem nær til starfs­fólks Efl­ing­ar á sjö hót­el­um Íslands­hót­ela hefst klukk­an tólf á há­degi í dag. Vinnu­stöðvun­in tek­ur til allra starfa und­ir kjara­samn­ingi Efl­ing­ar við SA um vinnu í veit­inga- og gisti­hús­um á hót­el­un­um sjö, alls 287 starfs­manna.

Efl­ing hef­ur boðað til bar­áttu­sam­komu þeirra sem verk­föll­in ná til í Iðnó, miðbæ Reykja­vík­ur, á sama tíma og verk­föll hefjast. Í gær kvað Héraðsdóm­ur Reykja­vík­ur upp úr­sk­urð þess efn­is að rík­is­sátta­semj­ari hefði heim­ild til inn­setn­ing­ar til að fram­fylgja at­kvæðagreiðslu um miðl­un­ar­til­lögu í kjara­deilu Efl­ing­ar og SA. Þannig var fall­ist á all­ar kröf­ur rík­is­sátta­semj­ara, til­lag­an lýst lög­leg með öll­um hætti og frest­un réttaráhrifa hafnað svo að fara mátti fram á fram­lagn­ingu kjör­skrár­inn­ar þegar í stað.

Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir formaður Efl­ing­ar og Daní­el Isebarn lögmaður Efl­ing­ar sögðust þegar í stað ætla að áfrýja úr­sk­urðinum til Lands­rétt­ar. Í sam­tali við mbl.is kvaðst Aðal­steinn Leifs­son rík­is­sátta­semj­ari hafa boðað deiluaðila á fund í dag til að ræða at­kvæðagreiðsluna sem og á sátta­fund.

Efl­ing birti svo svar sitt við fund­ar­boði rík­is­sátta­semj­ara í gær­kvöldi þar sem þess er kraf­ist að beðið verði með inn­setn­ing­una þar til niðurstaða Lands­rétt­ar liggi fyr­ir. „Efl­ing skilaði grein­ar­gerð ásamt öll­um sín­um gögn­um og flutti málið, allt á fjór­um sól­ar­hring­um. […] Fyrst og fremst ger­ir Efl­ing ráð fyr­ir því að rík­is­sátta­semj­ari hafi ekki af stétt­ar­fé­lag­inu þá rétt­látu málsmeðferð sem felst í úr­lausn á tveim­ur dóm­stig­um. Efl­ing mun að sjálf­sögðu hlíta niður­stöðu dóm­stóla, verði hún end­an­leg,“ seg­ir í svari Efl­ing­ar.

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert