Vilja geta sett bílana í vatnsbað

Vandasamt getur verið fyrir slökkvilið að fást við eld í …
Vandasamt getur verið fyrir slökkvilið að fást við eld í rafbílum. mbl.is/Stefán Einar

Mikl­ar áskor­an­ir eru fyr­ir slökkvilið að tak­ast á við eld í raf­bíl­um og öðrum far­ar­tækj­um sem búin eru end­ur­hlaðan­leg­um raf­hlöðum. Af þeim sök­um fylg­ist Slökkvilið höfuðborg­ar­svæðis­ins vel með þróun mála hjá koll­eg­um sín­um úti í heimi og þeim tækninýj­ung­um sem bjóðast. Þetta kom fram í máli Birg­is Finns­son­ar, varaslökkviliðsstjóra Slökkviliðs höfuðborg­ar­svæðis­ins, á fræðslu­degi um raf­væðingu far­ar­tækja sem Lands­sam­band slökkviliðs- og sjúkra­flutn­inga­manna hélt á dög­un­um.

„Við höf­um fjár­fest í ákveðnum grunn­búnaði og fylgj­umst vel með því hvað aðrir eru að gera,“ seg­ir Birg­ir í sam­tali við Morg­un­blaðið. Mik­il fjölg­un raf­bíla hér á landi fel­ur í sér áskor­an­ir enda get­ur verið erfitt að eiga við eld þegar hann kem­ur upp.  

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert