Aðgerðum lögreglu á vettvangi við íbúðarhúsið á Sauðárkróki er nú lokið. Samkvæmt heimildum mbl.is var lögregla við húsið í rúman klukkutíma áður en hún yfirgaf vettvang.
Eins og áður var greint frá stóðu yfir umfangsmiklar aðgerðir lögreglunnar á Norðurlandi vestra við íbúðarhús á Sauðarkróki.
Upphaflega var talið að um umsátur væri að ræða en það reyndist ekki raunin, samkvæmt heimildum mbl.is.
Sérsveitin var kölluð á vettvang frá Akureyri en ekki hefur fengist upplýst hvort hún hafi komið á vettvang.