Reykjavíkurborg, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu, Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins og Fjölbrautaskólinn í Breiðholti hafa mótað sameiginlegt verklag til að draga úr líkum á auknu og alvarlegu ofbeldi meðal barna og stuðla að farsæld fyrir börn í viðkvæmri stöðu.
Samstarfsyfirlýsing þess efnis var undirrituð í dag.
Verður unnið sameiginlega að innleiðingu þess á starfssvæði Suðurmiðstöðvar Reykjavíkurborgar og mun reynslan af innleiðingunni verða nýtt til að þróa samstarf í öðrum borgarhlutum í kjölfarið.
Í tilkynningu segir að sameiginlegt verklag muni meðal annars fela í sér:
Verkefnið var styrkt af bæði félags- og barnamálaráðherra og dómsmálaráðherra.
Börn í viðkvæmri stöðu eru börn yngri en 18 ára sem eru þolendur og gerendur í ofbeldismálum og falla undir tilkynningarskyldu almennings samkvæmt ákvæðum barnaverndarlaga um að: