Einn var fluttur á bráðamóttöku eftir að fjórir bílar skullu saman á Sæbraut. Slökkviliðið er enn að störfum að sögn vaktmanns slökkviliðsins en útlit fyrir að sá sem fluttur var á bráðamóttöku sé ekki alvarlega slasaður.
Enn á eftir að draga bílana í burtu og ástæða er til að hvetja vegfarendur til að fara varlega í kringum slysstað.