Nýr strengur kostar 2 milljarða

Vestmannaeyjar.
Vestmannaeyjar. mbl.is/Sigurður Bogi

Reiknað er með að það kosti 2-2,5 milljarða króna að leggja nýjan sæstreng á milli lands og Eyja. Landsnet hefur undirbúið það að flýta lagningu strengsins þannig að hún fari fram á árinu 2025. Undirbúningur og innkaup taka langan tíma, reiknað er með tveimur árum, en Landsnet er að kanna hvort mögulegt sé að stytta þann tíma frekar.

Þegar núverandi aðalrafstrengur Vestmannaeyja bilaði í síðasta mánuði hafði Landsnet þegar sótt um leyfi hjá Orkustofnun fyrir nýjum streng til að auka afhendingaröryggi í Vestmannaeyjum og flýta framkvæmdinni frá árinu 2027 fram til 2025. Beðið er eftir afgreiðslu umsóknarinnar. 

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka