Þrír heppnir miðahafar voru með annan vinning í Jókernum í útdrætti kvöldsins í Víkingalottó og fá þeir 100.000 krónur hver.
Miðarnir voru keyptir í Hagkaupum að Furuvöllum á Akureyri, söluturninum Smáranum við Dalveg og á heimasíðu Íslenskrar getspár, lotto.is.
Hinn alíslenski bónusvinningur gekk ekki út í þetta sinn. Þá gengu hvorki fyrsti né annar vinningur út í útdrætti kvöldsins.