Veðurstofa Íslands skráir að 32 snjóflóð hafi fallið í Ísafjarðardjúpi í dag. Nokkur flóðanna fóru yfir Súðavíkurhlíð. Veginum var í kjölfarið lokað.
„Það var dálítið af flóðum í Súðavíkurhlíð í fyrrinótt. Það er allt skráð, sama hversu lítið það er. Þannig að þetta kannski lítur út fyrir að vera mikið en það er bara af því að það er svo nákvæm skráning á þessum vegi,“ segir Óliver Hilmarsson, sérfræðingur í ofanflóðum hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við mbl.is.
Snjóflóð á svæðinu eru algeng og segir Óliver þessi 32 flóð sem Veðurstofan hefur skráð í dag ekki vera óvenjuleg.