Viðskiptaþing Viðskiptaráðs Íslands fer nú fram á Hótel Nordica við Suðurlandsbraut. Fjölmennt er á þinginu að venju og löngu uppselt. Það fjölmennt var að öll bílastæði hótelsins fylltust fljótlega og jafnvel stæði í nágrenninu.
Þegar ljósmyndara mbl.is bar að garði hafði greinilega verið gerð athugasemd við hvernig sumir höfðu lagt, því starfsmaður Vöku var mættur til að draga í burtu bíla, líkt og sjá má á meðfylgjandi myndum.
Andrés Jónsson almannatengill vakti athygli á því á samfélagsmiðlum að fundarstjóri þingsins, Svanhildur Hólm, hefði spurt ráðstefnugesti hversu margir hefðu mætt með almenningssamgöngum í dag.
Fáir hefðu rétt upp hönd.