Fagnar sakfellingunni en er ósátt við stjórnvöld

Sema Erla Serdar.
Sema Erla Serdar. Ljósmynd/Aðsend

Sema Erla Serdar fagnar því að Héraðsdómur Reykjavíkur hafi sakfellt Mar­gréti Friðriks­dótt­ur, sem held­ur úti Frétt­in.is, fyrir að hafa hótað sér lífláti. Hún er þó ósátt við málsmeðferð stjórnvalda í málinu.

„Þetta er ekki bara sigur fyrir mig heldur er það líka sigur fyrir samfélagið þegar ofbeldisfólk er dæmt fyrir gjörðir sínar,“ skrifar Sema Erla á Facebook-síðu sína.

Greint var frá því í dag að Margrét hafi verið dæmd í 30 daga skil­orðsbundið fang­elsi fyrir að hafa hótað Semu lífláti.

Ólíðandi að ofbeldismál séu árum saman í kerfinu

Sema telur málsmeðferð stjórnvalda í málinu ekki til fyrirmyndar.

Sema kærði Margréti til lögreglunnar í ágúst árið 2018. Nú tæpum fimm árum síðar er kominn dómur.

Það er ólíðandi að ofbeldismál séu árum saman í kerfinu. Það er fóður fyrir frekara áreiti og ofbeldi þegar gerandi er ekki boðaður í skýrslutöku hjá lögreglu í næstum eitt og hálft ár. Að það gleymist að bjóða brotaþola að leggja fram bótakröfu (ekki í fyrsta skipti). Dómskerfi sem þvingar þolendur til þess að mæta gerendum sínum í dómssal og sæta frekara áreiti,“ skrifar Sema.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert