„Hér eru allar hendur uppi á dekki“

Hjálparsveitarfólkið í Tyrklandi.
Hjálparsveitarfólkið í Tyrklandi. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Hér eru all­ar hend­ur uppi á dekki til að tak­ast á við mál­in. Ástandið er nátt­úr­lega öm­ur­legt en í aðgerðar­stjórn er fólk bara að vinna sína vinnu,“ seg­ir Sól­veig Þor­valds­dótt­ir hóp­stjóri Lands­bjarg­ar og einn níu­menn­inga sem send­ur var á ham­fara­svæði í Tyrklandi til aðstoðar.

Alþjóðlega hópn­um sem Íslenska teymið er hluti af hef­ur lánast að finna tugi ein­stak­linga á lífi í rúst­um í Hatay héraði í aust­ur­hluta Tyrk­lands. „Við erum samt erum samt bara á „need to know basis," og fáum ekk­ert upp­lýs­ing­ar um það hversu marg­ir finn­ast á lífi fyrr en und­ir lok dags,“ seg­ir Sól­veig.

Sólveig Þorvaldsdóttir.
Sól­veig Þor­valds­dótt­ir.

Verk­fræðing­ar í vett­vangs­ferð

Verk­fræðing­ar úr hópn­um eru nú í vett­vangs­ferð ásamt aðgerðastjóra alþjóðlega teym­is­ins sem stýrt er af Hol­lend­ing­um. Jafn­framt er hluti hóps­ins í aðgerðastjórn­stöð í Hatay.

„Þá er lækn­ir okk­ar í sam­starfi við aðra lækna, eins erum við að huga að hug­búnaði sem held­ur utan um aðgerðirn­ar og svo erum við að efla ýmsa sam­hæf­ing­araðgerðir," seg­ir Sól­veig.

Björgunaraðgerðir í Hatay.
Björg­un­araðgerðir í Hatay. AFP

Verk­fræðing­ar hóps­ins eru nýtt­ir í alls kyns verk­efni og ekki hægt að vita fyr­ir­fram í hvers kyns verk­efn­um menn lenda í. „Verk­fræðing­arn­ir gætu farið í rúst­a­björg­un en eru núna í gagna­söfn­un og öðru til­fallandi,“ seg­ir Sól­veig.

Fólk að kveikja elda til að ylja sér

Hún seg­ir að aðgerðastjórn­búðirn­ar séu aðeins fyr­ir utan þétt­býli en í gær fóru þau inn á svæði þar sem mik­il eyðilegg­ing blasti við. „Borg­in er nán­ast raf­magns­laus og þar mátti sjá fólk vera að kveikja elda og ylja sér. Það er mjög kalt á nótt­unni en sem bet­ur fer gott veður á dag­inn.“ seg­ir Sól­veig.

Ragna Sif Árnadóttir, læknir hópsins, við fyrstuhjálpar aðstoð á skjálftasvæðunum.
Ragna Sif Árna­dótt­ir, lækn­ir hóps­ins, við fyrstu­hjálp­ar aðstoð á skjálfta­svæðunum.

Hún seg­ir að mesti vand­inn snúi að því að fá öku­tæki til þess að kom­ast á milli staða. Sam­hliða eru sam­göng­ur erfiðar, sprung­ur í veg­um og aðrar skemmd­ir sem hamla för. „Við vor­um t.a.m. í bíl í fleiri klukku­stund­ir í gær. Sú ferð átti að taka 20 mín­út­ur ef allt væri eðli­legt,“ seg­ir Sól­veig.   

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert