Sterk liðsheild býr til gott þorrablót

Guðni Grétarsson og Arna Guðrún Þorsteinsdóttir.
Guðni Grétarsson og Arna Guðrún Þorsteinsdóttir. Ljósmynd/Erling Aðalsteinsson

Matur er mannsins gaman rétt eins og maður er mannsins gaman og þegar þetta tvennt fer saman má búast við góðu. Þorrablót um allt land eru til vitnis um það og þegar ágóðinn rennur til góðra mála verður það varla betra. „Þorrablótin eru skemmtileg og mikilvæg hefð og gaman er að sjá þessa fjáröflun hjá íþróttafélögum,“ segir Guðni Grétarsson, helsti skipuleggjandi Þorrablóts Vesturbæjar frá því það fyrsta var haldið 2017.

Guðni lærði í Naustinu og útskrifaðist sem framleiðslumaður frá Hótel- og matvælaskóla Íslands 1990. Síðan hefur hann skipulagt margar fjölmennar veislur, þar á meðal ráðherra-, forseta- og kóngaveislur, sem veitingastjóri í Perlunni í 15 ár, í Hörpu í 10 ár og á Fosshótel Reykjavík síðan það var opnað haustið 2021.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka